Hertar reglur á Tenerife … aftur

Hertar reglur á Tenerife … aftur

Nú þegar aðeins tæpar 3 vikur eru síðan dregið var úr sóttvarnarreglum á Kanaríeyjum virðist faraldurinn því miður vera á uppleið aftur, en alls 690 ný smit voru skráð í dag, þann 15. júlí, á eyjunum.
Nýgengi smita síðustu 7 daga á Tenerife er 220 á hverja 100.000 íbúa, en það er það hæsta af Kanaríeyjunum.
Frá síðasta sunnudegi hefur ströndum verið lokað kl. 8 á kvöldin og yfir nóttina til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Auk þess hefur fólk aftur verið beðið um að nota grímur utandyra.

Til samanburðar má nefna að á Kanarí – Gran Canaria – er nýgengi smita síðustu 7 daga 138.

Eftir metfjölda smita fyrr í þessari viku óskuðu yfirvöld á Tenerife eftir banni við skemmtanahaldi, til að sporna gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. Óskað var eftir að útgöngubann yrði sett á milli klukkan 12.30 eftir miðnætti og til 6 á morgnana. Í dag synjaði hæstiréttur Kanaríeyja þeirri beiðni.
Yfirvöld á Tenerife hafa miklar áhyggjur af auknum fjölda smita á eyjunni. Viðbúnaðarstigið er í 3 og það var búist við að það yrði hækkað í 4 eftir daginn í dag, sem er hæsta stigið. En í dag var ákveðið að halda því í 3 þar til annað kemur í ljós. En þetta sýnir bara hversu varhugaverð staðan er.

Viðbúnaðarstig Kanaríeyja 15. júlí 2021

Kanareysk yfirvöld vildu aftur setja á útgöngubann, sem var afnumið fyrir aðeins örfáum vikum. Þau segja mesta áhyggjuefnið vera strandpartí og veislur í almenningsgörðum.
Bretland og Holland eru meðal þeirra landa sem hafa tekið Tenerife af lista yfir græn svæði.

15. júlí 2021 – Tenerife og Gran Canaria (Kanarí)

Hertar sóttvarnarreglur á Tenerife og Gran Canaria sem taka gildi 22. júlí

  • Sala á áfengum drykkjum bönnuð eftir kl. 10 á kvöldin
  • Strendur, almenningsgarðar og torg loka frá 8 á kvöldin til 6 á morgnana
  • Viðbúnaðarstig Tenerife: 3 (næsthæsta stig)
  • Viðbúnaðarstig Gran Canaria: 2

Ferðalög Íslendinga til Tenerife og Kanaríeyja

Hver og einn þarf að ákveða fyrir sig hvort ferðast er til Kanaríeyja eða ekki, eins og staðan er í dag. Ferðalög til eyjanna frá Íslandi eru ekki bönnuð. Á vef covid.is kemur eftirfarandi fram: Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum til áhættusvæða án bólusetningar, en öll lönd og svæði erlendis að undanskildu Grænlandi eru nú skilgreind sem áhættusvæði vegna COVID-19. Íbúum Íslands er eindregið ráðið frá ónauðsynlegum ferðalögum til áhættusvæða vegna COVID-19 nema vera full bólusett.
Hér eru nánari upplýsingar um gildandi reglur frá íslenskum yfirvöldum, PCR-próf, Covid-skyndipróf, og fleira sem gott er að vita.
Bólusetningarskírteini er aðgengilegt á mínum síðum á heilsuvera.is einni viku eftir að fullri bólusetningu er lokið.

Sýnataka á Tenerife