Gengið fyrir lífið

Gengið fyrir lífið

Á morgun, sunnudaginn 11. desember, verður bleik ganga til að vekja athygli á brjóstakrabbameini.

Það verður lagt af stað frá Siam Mall klukkan 11 á sunnudagsmorguninn og gengið um götur á Las Americas-svæðinu. Gangan endar síðan á „Laugaveginum.“

Til að skrá sig í gönguna og styðja við samtökin sem standa að göngunni, ‘Carrera por la Vida’ er hægt að mæta snemma í Siam Mall og kaupa bleikan bol á 5 evrur.

Skráningin er til að taka þátt í viðburðum sem verða við lok göngunnar, en hver sem er getur gengið með til að sýna stuðning. Ef þið sjáið ykkur ekki fært að kaupa bol af samtökunum, er hægt að sýna stuðning með því að mæta í einhverju bleiku.

Leiðin er alls um 4 kílómetrar.

Munið eftir vatninu og þægilegum skóm.