Engar grímur utandyra frá og með 26. júní

Engar grímur utandyra frá og með 26. júní

Gleðifréttir fyrir ykkur sem ætlið að skella ykkur í sólina í sumar! Frá og með 26. júní fellur grímuskylda niður utandyra.

Þetta þýðir samt ekki að búið sé að útrýma kórónuveirunni á Tenerife. Fólk verður áfram að fara varlega, fylgja sóttvarnarreglum og passa upp á hreinlæti og fjarlægð milli ótengdra hópa. Neyðarstig almannavarna á Tenerife, stig 2, er enn óbreytt þrátt fyrir þessa breytingu og yfirvöld vonast til að þurfa ekki að hækka upp í 3. stig.

Grímuskylda innandyra verður áfram í gildi, sem og í hópum utandyra þar sem er ekki hægt að tryggja 1,5 metra fjarlægð á milli fólks.

Neyðarstig Kanaríeyjanna þann 18. júní 2021:

  • Stig 1: Kanarí (Gran Canaria), La Palma, La Gomera, El Hierro og Fuerteventura
  • Stig 2: Tenerife og Lanzarote

Sjá líka grein um reglur til að komast inn í landið, neðst á síðunni hér, undir Ferðalög til Tenerife og Kanarí.