Camel Park

Löngu áður en ferðamenn fóru að streyma til Tenerife voru úlfaldar notaðir til að plægja akrana. Þurrt loftslagið hentaði ekki nautgripum og þar sem Vestur-Afríka er aðeins stutta siglingaleið frá, lá beint við að nota úlfalda. Þetta er ekki gert lengur en í staðinn er hægt að skoða úlfaldana og fá að fara á bak í Úlfaldagarðinum, sem er fyrir ofan hraðbrautina hjá Los Cristianos.

Úlfaldar eru með 1 hnúð á bakinu en kameldýr með 2. Hnúðarnir eru fituvefur sem hjálpar þeim að lifa af í eyðumerkurhitanum.

Það kostar 18 € fyrir fullorðna að fara á úlfaldabak og 9-11 € fyrir börn en aðeins 3-5 € fyrir þau sem vilja bara skoða. Það er hægt að halda upp á barnaafmæli í garðinum og þá er veitingum og hoppukastala bætt við. Nánari upplýsingar um afmælisveislur er að finna á heimasíðu garðsins.

Athugið að opnunartímar og verð eru með fyrirvara um breytingar.